Fréttaveita Fab Lab Akureyrar
2023
Janúar
Fablab á ferð og flugi
Dagana 12. - 16. janúar sækir Árni leiðbeinendanámskeið í Amsterdam, nánar tiltekið í Fablab Waag sem staðsett er í þessu stórmerkilega húsi.
Á námskeiðinu er farið yfir það allra nýjasta í tæknimálum í Fablab heiminum, sem og undirbúningur fyrir leiðbeinendur í Fab Academy. Þetta er í fyrsta skipti sem Fablab Akureyri tekur þátt í Fab Academy sem kennslunóða, en nemandi í Reykjavík tekst á við þessa skemmtilegu áskorun.
Meira um það síðar!
Við minnum á að fyrsti opni tími ársins verður á morgun, 12. janúar!
2022
Desember
Aðventuopnanir
Við bætum við opnum tímum eftirfarandi daga:
10. desember á milli 10:00 - 14:00
12. desember á milli 13:00 - 18:00
20. desember á milli 13:00 - 18:00
Hefðbundnir opnir tímar eru dagana:
8. desember á milli 13:00 - 18:00
15. desember á milli 13:00 - 18:00
Lokað verður frá og með 21. desember.
ATH: Fyrsti opni tíminn árið 2023 verður 12. janúar
Nóvember
Ný heimasíða!
2022.11.14 15:30
Ný heimasíða Fab Lab Akureyrar fer í loftið!
Síðan er skrifuð í Markdown í MkDocs kerfinu og hýst á Github Pages.