Skip to content

Búnaður

Þrívíddarprentarar

Prusa MK3S+

Nýjasti prentarinn í Fab Lab Akureyri en hann þykir með þeim traustari á hinum almenna markaði.

Ultimaker 2+

Tvö stykki af þessum eldri en seigu prenturum.

Litlir fræsarar

Wegstr

Nettir og þægilegir fræsarar sem henta einstaklega vel fyrir rafrásagerð.

Roland

Fjölhæfari vél sem getur fræst á fjöbreyttari máta sem, t.d. til mótagerðar með vaxi og einnig hægt er að nota hana til 2.5D skönnunar

Stór fræsibekkur

ShopBot

Stóri fræsinn okkar. Hentar vel til fræsingar í allar gerðir af viði, plasti, frauði, expoxy og ál.

Laserskurður

Epilog

Tvær laserskurðarvélar, 40W og 60W. Með þeim er hægt að skera og merkja margskonar efni. Vélarnar skera og merkja MDF, krossvið, leður, akrýlplast(plexýgler). Einnig merkja þær í gler, stein og á málma.

Textíll

Husqvarna

Tölvustýrð útsaumsvél sem á auðvelt með að sauma í öll helstu fataefni. Vélin virkar einnig sem hefðbundin saumavél.

Litaprentari fyrir textíl

iColor 600

Prentar á sérstakan pappír til að hitapressa á textíl.

Vínylskeri

Roland

Skemmtilegur vínylskeri sem getur skorið út bæði hefðbundna límmiða, sandblástursfilmur og fatafilmur. Fatafilmurnar er hægt að líma við föt með hitapressu.

Annar búnaður

Auk þeirra ofantalinna tækja, er smiðjan útbúið öllum helstu tækjum og verkfærum sem þarf til margskonar verka, svo sem:

  • Almenn handverkfæri eins og skrúfjárn, hamar, dúkahnífar, tangir og þjalir.
  • Stillanlegir spennugjafar
  • Sveiflusjá
  • Lóðboltar, tin og tinsugur.